Be Lenka Snowfox

18.400 kr.
Setja á óskalista Þegar á óskalista
Brands:

Be Lenka Snowfox eru praktískir kuldaskór fyrir börn, sem eru þægilegir jafnvel þegar veðrið er hvað kaldast. Þessir hágæða barefoot skór eru fóðraðir með ull og textíl og hafa innsóla sem hægt er að fjarlægja með viðbótareinangrun úr áli. Táhlíf úr catnsheldu nubuck leðri veitir vörn gegn því að reka tærnar í. Stillanlegar teygjur tryggja síðan að skórnir passi fullkomnlega á litla fætur.

Efni:

  • Efra lag: Textíll, spónaplata og nubuck leður (hrindir frá sér vatni)
  • Fóðrun: Ull og textíll
  • Innsóli: Latex, merínóull og álfilma (hægt að fjarlægja)
  • Sóli: Gúmmí (10% úr endurunnum gömlum sólum)

Eiginleikar:

  • Framleiddir í Portúgal
  • Ullar- og merínóullarfóðrun heldur hita á litlum fótum
  • Himna milli fóðrunarinnar og efra lags skónna hrindir frá sér vatni og heldur raka úti
  • Táhlíf úr nubuck leðri sem hrindir frá sér vatni verndar tærnar
  • Vel hannaðar stillanlegar teygjureimar tryggja að skórnir passi vel
  • Álfilma í innsólanum kemur í veg fyrir að kuldinn komist inn
  • Til þess að halda skónum vatnsheldum er gott að sprauta þá reglulega með þar til gerðu efni
  • KidsComfort sólinn tryggir að barnið sé stöðugt og hafi vald á hverju skrefi
  • Skórnir líkja eftir því að ganga um berfætt(ur)

Barefoot eiginleikar:

  • Vítt tábox
  • Mjög sveigjanlegur sóli
  • Flatur sóli, engin hækkun frá tá að hæl
  • Léttir
Stærð

25, 26, 27, 28, 29, 30, 31

Stærðartafla

Snowfox
Til þess að mæla fótinn þinn þarft þú A4 blað og blýant.
  1. Legðu A4 blaðið upp við vegg eða annan lóðréttan flöt
  2. Settu fótinn á pappírinn þannig að hællinn snerti vegginn
  3. Teiknaðu nú línu eða punkt við enda lengstu táarinnar, og við hælinn
  4. Taktu fótinn af blaðinu
  5. Mældu fjarlægðina milli punktanna tveggja í beinni línu
  6. Bættu 0,5-1,2cm til þess að gera ráð fyrir plássi í skónum fyrir framan tærnar
StærðLengdBreidd
2516,27
2616,87,1
2717,57,2
2818,37,4
2918,97,5
3019,67,7
  Ef þú ert ekki viss getur þú líka litið á fótsporið í innsóla úr skó sem þú ert nú þegar að nota.
  1. Fjarlægðu innsólann úr skó sem þú ert að nota
  2. Mældu frá enda hælsins þangað sem fótsporið endar
Þú ættir að fá sömu niðurstöðu með þessum hætti og með aðferðinni sem er lýst hér að ofan. Ef þú ert enn ekki viss, eða ert á milli tveggja stærða, þá er oftast betra að taka stærri stærðina þar sem fætur geta vaxið og sokkar geta bætt nokkrum millimetrum við.