Um Fínt

Fínt er hér til þess að einfalda þér hversdaginn, með vörum sem hjálpa þér að gera það sem þú gerir nú þegar ennþá betur. Við höfum sex ára reynslu af því að bera börn í ýmsum burðarpokum og burðarsjölum, og getum aðstoðað þig með allar spurningar sem tengjast barnaburði.

Við viljum koma barefoot skóm sem henta fyrir allar aðstæður, tásokkum og góðum burðarvörum á íslenskan markað. Við höfum valið inn vörur frá framleiðendum sem leggja mikið upp úr sjálfbærni, og sem framleiða við góðar aðstæður. Þar að auki höfum við valið vörur sem ættu að endast og koma í ýmsum útfærslum. Við vonum að þú getir fundið það sem þú leitar að!

Fínt er fyrst og fremst vefverslun og rekur ekki hefðbundna verslun. Ef þú vilt máta eða skoða vörurnar okkar má þó alltaf mæla sér mót. Við erum á Urðarstíg 3, 101 Reykjavík, og best hentar að mæla sér mót til þess að máta eða skoða á virkum dögum milli 9 og 15. Það er hægt að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst í fint@fint.is eða hafa samband við okkur á facebook/messenger.

Fínt ehf.
fint@fint.is
Kt. 620823-0820
VSK nr. 149831