Hvað eru barefoot skór?

Barefoot skór, líka oft kallaðir mínimalískir skór, eru hannaðir til þess að passa utan um fætur eins og þeir eru í laginu og hjálpa fólki að ganga náttúrulega. Þeir eru bæði þægilegir og góðir fyrir göngulagið. Ólíkt hefðbundnum skóm þvinga barefoot skór fótinn ekki í óeðlilegt form, heldur passa þeir utan um náttúrulega lögun fótarins.

Mínimalískir eða barefoot skór?

Hefurðu tekið eftir hugtökunum "barefoot skór" og "mínimalískir skór"? Finnst þér þetta ruglingslegt? Okkur líka, en það er í rauninni einfalt: Þessi tvö hugtök þýða oftast það sama, og eru gjarnan notuð á víxl. Sumir hafa bent á að skór geti í eðli sínu ekki verið "barefoot" (berfættir), á meðan aðrir vilja meina að til þess að teljast "barefoot" þurfi skór að hafa aðskilið pláss fyrir hverja tá fyrir sig.

Barefoot skór koma í öllum stærðum, gerðum og stílum, en þeir hafa þrjú höfuðeinkenni sem aðgreina þá frá öðrum skóm:

1) Breitt tábox

Barefoot skór hafa oftast breitt tábox, sem skapar rými fyrir þig til þess að hreyfa tærnar. Þetta hjálpar fætinum að hreyfa sig á náttúrulegan og eðlilegan hátt meðan þú gengur, þannig að tærnar taka þátt í hreyfingunni með restinni af fætinum. Breitt tábox er líka þægilegt, tærnar eru ekki klesstar saman í mjóan odd eins og oft er með hefðbundna skó. Sumir mínimalískir skór hafa pláss fyrir hverja tá, svipað og í tásokkum eða fingravetlingum.

2) Engin hækkun á hæl

Sólinn á barefoot skóm er oftast alveg flatur, eða það sem er oft nefnt "zero drop" á ensku. Með öðrum orðum er hælnum ekki lift upp yfir restina af ilinni. Af þessu leiðir að göngulagið þitt í barefoot skóm líkist göngulaginu þínu þegar þú ert ekki í neinum skóm.

3) Þunnur sóli

Barefoot skór hafa vanalega þunnan sóla, um 5mm að þykkt. Þetta hjálpar skónum og fætinum að bregðast við og laga sig að undirlaginu. Það getur síðan leitt til betra jafnvægis og meiri tengingar við umhverfið.

Henta við allar aðstæður

Barefoot skór henta við allar aðstæður og tilefni. Barefoot skór hafa oft verið tengdir við hlaup og æfingar, en það eru líka til barefoot spariskór, strigaskór, kuldaskór, gúmmístígvél og margt fleira. Barefoot skór eru jafnt fyrir fullorðna sem börn.

Ertu að leita að einhverju sérstöku? Ekki hika við að senda okkur tölvupóst á fint@fint.is.