Innkaupakarfan er tóm
Muki Mondego – kuldaskór
Hvernig litist þér á hlýja og þægilega barefoot skó? Mondego frá Mukshoes eru sérlega þægilegir skór með bómullarklæðningu til þess að halda fótunum þínum hlýjum. Reimarnar eru vafnar utan um skóna, þær gefa þeim karakter og gera það mjög auðvelt að laga skóna að fótunum þínum. Fliparnir um ökklan gera það einfalt að fara í og úr. Mondego eru hannaðir til þess að hugsa vel um fæturna þína, með sóla sem hækkar upp til hliðanna og býður þannig aukna einangrun. Engu að síður eru skórnir léttir og sveigjanlegir, eins og Mukishoes eru þekkt fyrir. Sólinn er í víðari kantinum með góðu gripi.
Efni:
- Efra lag: Rúskinn (grábrúnt)
- Fóðrun: Bómull
- Sóli: Nova, 3,5mm náttúrulegt gúmmí
- Reimar: Gráar/grænar
Stærðir:
Skór með Nova sólanum frá Mukishoes hafa eilítið víðara tábox og eru ögn stærri en aðrir skór frá Muki. Við mælum með því að velja sömu stærð og venjulega, og ef þú ferð oftast eina stærð upp þarf það sennilega ekki með þessa skó. Skórnir eru handgerðir og það getur munað 2-3mm á milli para. Skórnir eru framleiddir úr náttúrulegum efnum, þannig að það getur líka verið lítilsháttar munur í litum og útliti milli para.
Umhirða:
Best er að þurrka óhreinindi af skónum, og þrífa óhreina bletti hvern fyrir sig. Við mælum með því að nota milda handsápu. Skóna á ekki að þvo í þvottavél, og ekki að þurrka í þurrkara. Til þess að láta skóna hrinda betur frá sér vatni er gott að sprauta þá með þartilgerðu efni fyrir fyrstu notkun og eftir hvern þvott.
| Weight | 0,5 kg |
|---|---|
| Stærð | 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44 |
Stærðartafla
- Legðu A4 blaðið upp við vegg eða annan lóðréttan flöt
- Settu fótinn á pappírinn þannig að hællinn snerti vegginn
- Teiknaðu nú línu eða punkt við enda lengstu táarinnar, og við hælinn
- Taktu fótinn af blaðinu
- Mældu fjarlægðina milli punktanna tveggja í beinni línu
- Bættu 0,5-1,2cm til þess að gera ráð fyrir plássi í skónum fyrir framan tærnar
| Stærð | Length in cm |
|---|---|
| 37 | 23,9 |
| 38 | 24,6 |
| 39 | 25,2 |
| 40 | 25,9 |
| 41 | 26,6 |
| 42 | 27,2 |
| 43 | 27,9 |
| 44 | 28,6 |
- Fjarlægðu innsólann úr skó sem þú ert að nota
- Mældu frá enda hælsins þangað sem fótsporið endar





















