Krakkar eiga að geta leikið sér úti í þægilegum skóm allt árið um kring! Emil frá Koel eru frábærir kuldaskór fyrir krakka, fóðraðir með ull sem heldur fótunum hlýjum og klæddir með Tex-himnu sem heldur þeim þurrum. Það er auðvelt fyrir börn að fara í og úr skónum sjálf, þar sem þeir eru með franskan rennilás. Sólinn er víður og sveigjanlegur og hentar þannig vel hvort sem er til að leika sér, hlaupa, labba eða klifra. Þessir skór eru frábær leið til þess að hjálpa barninu þínu að njóta þess að vera úti við íslenskar vetraraðstæður.
Efni:
- Efra lag: Nappa leður
- Fóðrun: Ull
- Innsóli: Úr endurunnu efni (hægt að fjarlægja)
- Sóli: Gúmmí, með skriðvörn (Bernardino)
Barefoot eiginleikar:
- Vítt tábox
- Sveigjanlegur sóli
- Engin hækkun frá hæl að tá, styður við góða líkamsstöðu
- Léttir





















































