Vantar þig létta og þægilega hversdagsskó sem fara vel með fæturna þína? Synergy frá Be Lenka eru fallegir barefoot skór með tímalausa hönnun, sem passa jafnt við gallabuxur, jakkaföt, og flest þar á milli. Ásaumaður sóli lengir endinguna á þessum skóm sem eiga án efa eftir að vera í uppáhaldi.
Efni:
- Efra lag: Leður (nubuck)
- Fóðrun: Leður og textíll
- Sóli: TR (EverydayComfort)
- Innsóli: Endurunnið PU og bómull (hægt að fjarlægja)
Eiginleikar:
- Skór sem henta öllum kynjum, úr hágæða nubuck leðri
- EverydayComfort sóli með mótuðu gripi sem veitir góða tengingu við það sem gengið er á
- Tímalaus hönnun með sóla sem er saumaður tryggir góða endingu
- Hannaðir til þess að vera þægilegir allan daginn
- Framleiddir í Slóvakíu
Barefoot eiginleikar:
- Mjög sveigjanlegur sóli
- Engin hækkun frá hæl að tá, styður við góða líkamsstöðu
- Vítt tábox
- Léttir







































